Taktu þetta með þér í útileguna
Hérna tókum við saman nokkra mjög praktíska hluti til að taka með í útileguna og munu óneitanlega gera hana mun þægilegri og einfaldari!
Verum vel búin fyrir áhyggjulausa útilegu
- Gúmmíhamar – Þú ert miklu fljótari að hæla tjaldið þitt niður með gúmmíhamri. Auk þess eru hælarnir ekki eins líklegir til að skekkjast þegar þú hamrar þá niður.
- Ventlaherðari – Ef þú átt uppblásið tjald þá er þetta verkfæri sem á ALLTAF að vera í tjaldpokanum. Þegar þú blæst upp tjaldið losna ventlarnir örlítið í hvert skipti og við það getur byrjað að leka meðfram ventlinum. Þú herðir þá ventilinn með þessu verkfæri og lekinn ætti að vera úr sögunni.
- Vasahnífur – Vasahnífur er ómissandi útivistargræja. Við mælum með að hafa meðferðis einn vasahníf sem er með öllu þessu helsta eins og hníf, skrúfjárni, töng, dósaopnara og fl.
- Lítill kústur, fægiskófla og dyramotta – Gras, mold og steinar berast oft inn í tjald með skóm þegar þú ert í útilegu. Vertu með litla dyramottu fyrir framan innratjaldið svo hægt sé að fara úr skónum og hafðu með þér lítinn kúst og fægiskóflu. Þetta gerir tiltektina mun einfaldari þegar á að pakka saman.
- Sjúkrakassi - Ef óhöpp koma fyrir í útilegunni getur verið langt að sækja í sjúkrakassa, svo það er mikilvægt að vera með sinn eigin sjúkrakassa með þessu helsta. Plástrar, sárabindi, spritt og skæri til að klippa plástra og bindi til.
Mælum með að ná í útilegu pökkunarlistann okkar þar sem þessir hlutir og fleiri eru til að gera útileguna einfaldari og þægilegri!