Frá Outwell í Danmörku kemur Tennessee 5 Air uppblásna tjaldið og er nýtt hjá þeim þetta árið. Tjaldið er klassískt braggatjald með stórum Dark Inner svefnherbergjum sem bæta svefn og draga úr birtu. Einfalt og þægilegt að tjalda.
Dönsk hönnun
5 manna
Dark Inner svefnherbergi
Quick and Quiet entry svefnherbergishurðar með seglum
4000mm vatnsheldni
Tennessee 5 Air skorar hátt í vindprófunum og er með 4000mm vatnsheldni með límdum saumum og er því mjög flott fyrir íslenskar aðstæður.
Gott pláss er í tjaldinu í stóru alrými og flott rými er í fortjaldinu fyrir t.d. eldhús, stóla og skó og slíkt. Ytra tjaldið er úr Outtex 4000 polyester sem er PFC frítt og gefur góða vatnsheldni. Mjög fljótlegt og einfalt er að tjalda því og ætti að taka aðeins 15 mínútur að reisa það.
Tennessee 5 Air fær Sleep Comfort 4 einkunn sem þýðir að hver einstaklingur fær 70-80 cm svefnpláss í stað 60 cm eins og er standardinn. Þetta tjald er því mjög þægilegt fyrir 4 manna fjölskyldu.
Í svefnherbergjunum er hægt að rúlla upp gardínum að aftan sem hleypa meira loftflæði í gegnum þau og aftan á tjaldinu er hægt að renna frá til að opna á meira loftflæði en annars hafa rennt fyrir til þess að hafa dimmt inni í svefnherbergjunum.