Hvað er R-Value á tjalddýnum?
Það skiptir öllu máli að sofa vel í útilegunni og vera hlýtt. Fólk skoðar tjöld vel og svefnpoka en gleymir að spá í dýnunum. Ein mikilvægasta mælieiningin á dýnum er R-Value, sem segir til um hversu vel dýnan einangrar þig frá kuldanum frá jörðinni.
Hvað er R-Value?
R-Value er tala yfir einangrunargildi tjalddýna. Þessa tölu fá dýnur eftir að þær hafa verið prófaðar af framleiðanda. Ef R-Value er 0, þá gefur dýnan enga einangrun. Eftir því sem það hækkar því meiri einangrun veitir dýnan frá kuldanum frá jörðinni. Sjá töflu fyrir neðan.
Tafla: R-Value og hitastig
|
R-Value |
Hitastig |
|
2.1 3.2 4.1 5.3 6.0 7.0 |
-2°C -5°C -12°C -20°C -25°C -32°C |
Athugið að þetta eru gróf viðmið og önnur atriði sem þarf að hafa áhrif einnig svo sem svefnpoki, tjöld og annar búnaður.
Hvernig er R-Value prófað?
Dýnan er lögð milli platna þar sem önnur er köld til að líkja eftir kaldri jörð og hin hlý til að líkja eftir líkama. Mæling fer í gang sem tekur 4 klukkutíma þar sem einangrunargildi dýnunnar er mælt. Markmið mælingarinnar er að halda efri hluta dýnunnar í rúmri 1°C. Því minni orku sem þarf til að halda hitanum í rúmri gráðu, því betri er einangrunin og fær dýnan því hærri tölu í R-Value.
Dýna sem er með 6.7 R-Value er því með mun meiri einangrun en dýna sem hefur 1.0 í R-Value.
Tegundir dýna
Sjálfuppblásanlegar - Svamp eða froðu fylltar dýnur. Eru með góða einangrun og miðlungs til hátt R-Value.
Vindsængur - Pumpaðar upp með lofti. Eru með litla einangrun og lítið sem ekkert R-Value.
Tjalddýnur - Léttar og endingargóðar úr froðu. Með ágætis einangrun miðað við þykkt.
Hvað þarf að hafa í huga?
-
Hitastig - Lofthiti getur verið 10°C en jörðin er kaldari. Einnig, ef það er heiðskýrt þá kólnar jörðin hraðar en ef það er skýjahula.
-
Pökkunarstærð - Dýnur með hátt R-Value geta verið stórar og þykkar sem er í lagi þegar á að fara á bíl í útilegu. Ef þú ætlar í göngu með dýnuna þá er gott að hafa hana létta og meðfærilega.
-
Sefur þú á hlið, maganum eða bakinu? Ef þú sefur á hlið viltu taka þykkari dýnu til þess að auka þægindin. Þú sleppur með þynnri dýnu þegar þú sefur á maganum eða bakinu.
-
Hversu hátt R-Value? Það er betra að vera aðeins of hlýtt en of kalt. Taktu dýnu með hærra R-Value ef þú ert óviss.
Hvernig get ég aukið einangrun?
Þú getur aukið einangrun með því að setja undir dýnuna áldýnu, ullarteppi eða flísteppi. Gott er að hafa eitthvað báðu megin ef þú ert á vindsæng t.d. áldýnu undir vindsænginni og svo flísteppi ofan á.
Sjálfuppblásanlegar dýnur hafa góða einangrun en þú getur bætt hana með sömu aðferðum og hér fyrir ofan.
Einangrunarlög eru samanleggjanleg. Þegar þú ert með dýnu sem er með R-Value 2 og svo aðra dýnu sem er með R-Value 3, ofan á hvorri annarri, þá verða þær samtals með 5.0. Þar af leiðandi ertu með miklu meiri einangrun heldur en dýnurnar í sínhvoru lagi.
Hvað á ég þá að velja?
-
Taktu hærra R-Value - það er betra að vera aðeins of hlýtt en of kalt.
-
Taktu þykkari dýnu - meiri þægindi
-
Ekki gleyma góðum svefnpoka! - Dýnan skiptir máli en svefnpokinn þarf líka að standast kröfur.