Hvernig tjalda ég uppblásnu tjaldi? Hæla, pumpa, strekkja!
Það er einfalt að tjalda uppblásnu tjaldi með því að fylgja þessum þremur skrefum!
-
Hæla
-
Pumpa
-
Strekkja
Auk þess bendum við á nokkur atriði sem gott er að hafa í huga fyrir betri tjöldun.
Hæla
-
Breiddu jafnt úr tjaldinu svo að tjaldbotninn sé sléttur.
-
Hælaðu tjaldið niður í öllum hornum. Líka þar sem tjaldbotninn er saumaður við tjaldhimininn.
-
Hafðu rennt fyrir alla innganga á meðan þú ert í þessu stigi. Þetta er gert svo að hægt sé að loka renndum inngöngum aftur eftir að strekkt hefur verið á tjaldinu.
-
Þegar þú hælar í strekkilykkjurnar, settu hælinn í rétta lykkju svo þú náir að strekkja seinna. Lykkjan er ekki á enda bandsins sem tekið er í til að strekkja.
Pumpa
-
Renndu frá öllum inngöngum núna. Þetta geriru svo að tjaldið myndi ekki sog inni í sér þegar þú pumpar súlurnar upp.
-
Ýttu á pinnan í ventlinum svo að hann standi út. Nú geturu pumpað lofti í súlurnar.
-
Pumpaðu í allar súlur. Skoðaðu vel hvaða þrýsting er mælt með að setja í súlurnar á tjaldinu þínu. Notaðu pumpu með þrýstingsmæli á.
Strekkja
-
Renndu aftur fyrir alla innganga. Þetta geriru svo að þú náir að loka renndum inngöngum að tjaldinu aftur eftir að hafa strekkt vel á öllum línum og ströppum. Þetta hjálpar við að halda rennilásum í lagi.
-
Strekktu hæfilega á öllum strekkilykkjum
-
Hælaðu og strekktu á öllum tjaldlínum og storm ströppum
Sum tjöld eru með stöngum fyrir sólskyggni og fara þær þá í þegar þú hefur lokið þessum þremur skrefum hér að ofan.
Hér fyrir neðan er vídeó þar sem stóru uppblásnu tjaldi er tjaldað. Neðra vídeóið sýnir svo virkni ventlanna á uppblásnu tjöldunum frá Outwell. Einnig má nefna að ventlarnir eru sambærilegir á tjöldunum frá Vango og Coleman.