Tjaldefni útskýrð

Það er nauðsynlegt að skilja efnisgerð tjalda þegar kaupa á tjald sem á að endast, halda þér og þínum þurrum og gefa skjól. Hér förum við yfir þau efni sem eru í Outwell tjöldunum.

Hvað þýðir 70D og 150D?

Þykktartalan (denier, merkt sem „D“) segir til um þykkt einstakra trefja í efninu. Hún er mæld með því að vigta 9.000 metra af þræði. Ef sú lengd vegur 70 grömm er efnið kallað 70D – og svo framvegis.

Því hærra sem gildið er (fyrir sama efni), því sterkari og slitþolnara verður efnið.

Efni sem notuð eru í Outwell tjöldum eru úr polyester og eru þeir með þrjár gerðir af efni sem eru í tjöldunum sem við seljum hér hjá URSA. Þau efni eru:

  • Outtex® 4000

  • Outtex® 6000

  • Outtex® 3000

Outtex® 4000

Outtex® 4000 er sterkt og endingargott polyester efni sem er PU húðað fyrir 4000mm vatnsheldni. Efnið er vefað í Taffeta stíl sem er einföld vefunaraðferð og jafnframt þekkt fyrir styrkleika og stöðugleika.

Einnig þá er Outtex® 4000 með UPF 30+ vörn gegn útfjólubláum geislum sem verndar þig og þína fyrir skaðlegri geislun. Efnið er örlítið þyngra en hefðbundin tjaldefni en vegur aðeins 73 gr/m2 og telst enn létt og meðfærilegt í ferðalög.

Að lokum ber að nefna að efnið uppfyllir CPAI-84 öryggisstaðalinn fyrir eldtefjandi tjaldsefni, sem er iðnaðarstaðall í útileguvörum.

Outtex® 6000

Outtex® 6000 er gríðarlega slitsterkt og vatnshelt polyester efni sem er PU húðað fyrir 6000mm vatnsheldni og einnig vefað í Oxford stíl. Efni vefuð í Oxford stíl eru 30-50% sterkari en sama efni vefað í Taffeta stíl.

Þetta efni er með UPF 50+ vörn gegn skaðlegum geislum. Vegna þessara eiginleika efnisins er það þyngra en gengur og gerist og er 108 gr/m2 en þó er það nógu létt til þess að auðvelt sé að flytja það út á tjaldsvæði frá bíl.

Að sjálfsögðu uppfyllir efnið líka CPAI-84 öryggisstaðalinn fyrir eldtefjandi eiginleika sína, sem er iðnaðarstaðall í útileguvörum.

Outtex® 3000

Outtex® 3000 er efnið sem Outwell notar í Cloud 2, 3 og 4 kúlutjöldin og það er úr polyester efni sem er PU-húðað til þess að auka vatnsheldni þess í allt að 3000mm og hefur einnig UPF 30+ vörn gegn skaðlegum geislum.

Polyester efnið vegur aðeins 64 gr/m2 sem er það léttasta sem við bjóðum upp á hér frá Outwell og gerir það einstaklega létt og meðfærilegt. 

Efnið er vefað í Taffeta-stíl sem gefur því styrk og stöðugleika og ætti því að vera öruggt skjól í flestu veðri nema allra verstu aðstæðum.

Einnig uppfyllir efnið CPAI-84 öryggisstaðalinn fyrir eldtefjandi eiginleika sína, sem er iðnaðarstaðall í útileguvörum.