Fáðu pökkunarlistann okkar og afsláttarkóða sem þú getur nýtt strax um leið og þú skráir þig á póstlistann okkar!
Vinsælasti sokkurinn frá Wrightsock á heimsvísu!
Dragðu úr hælsærum með tveggja laga sokk frá Wrightsock!
Coolmesh II sokkarnir eru mest seldu sokkarnir á heimsvísu frá Wrightsock. Tveggja laga hönnunin minnkar núning og dregur verulega úr núningssárum og hælsærum. Hann er að mestu úr REPREVE endurunnu polyester sem er endingargott og ýtir frá sér raka.
Henta vel við:
REPREVE
Endurunnar plastflöskur víðs vegar um heiminn enda hjá REPREVE þar sem þær eru brotnar niður í smærri einingar, hreinsaðar til og svo bræddar niður í smærri einingar. Þessar einingar eru svo bræddar saman og pressaðar svo úr verða polyester þræðir sem verða svo að klæðnaði og ýmsu öðru.
Þekkt vörumerki sem nota REPREVE eru t.d. GUESS, Molo, O’Neill, Serta, Speedo og Teva.
Efni:
Innra lag: 70% Endurunnið Polyester(REPREVE), 26% Nælon, 4% Lycra
Ytra lag: 71% Endurunnið Polyester(REPREVE), 24% Nælon, 5% Lycra
Umönnun á Wrightsock:
Þvoið fyrir fyrstu notkun á miðlungs hita
Notið ekki mýkingarefni
Lág stilling á þurrkara
Má ekki þurrhreinsa