Skráðu þig á póstlistann og fáðu 10% afsláttarkóða sem þú getur notað strax! Við sendum þér svo pökkunarlistann okkar svo þú gleymir engu fyrir næstu útilegu!
Nordic Lynx 4 er fjögurra manna göngutjald frá Robens. Tjaldið er hannað fyrir fjögurra árstíða notkun og kemur með auka festilínum, snjóköntum og styrkingum.
Nordic Lynx 4 stenst krefjandi aðstæður og fær góðar einkunnir í vindprófunum. Þykkir snjókantar og lykkjur gera þér kleift að festa tjaldið með skíðum eða öðrum tækjum fyrir auka stöðugleika.
Stórt fortjaldið er með hliðarhurð og tvöföldum rennilásum sem veita góðan aðgang. Auðvelt er að lofta um tjaldið með því að renna frá að innan loftræsti opi.
Auk þess eru allar hurðir með rennilása á öllum hliðum til að hámarka loftræstingu og litakóðaðar stangir og rásir gera samsetningu einfalda og hraða. Bót fyrir rifur og smáviðgerðir fylgir.
Tæknileg atriði:
Efni: 100% polyester
Fjöldi: 4 manna
Súlur: Álstangir, litakóðaðar
Þyngd: 4.6 kg
Lengd: 415.0 cm
Hæð: 125.0 cm
Breidd: 230.0 cm
Pökkunarstærð: L44.0 x B20.0 cm
Vatnsheldni yfir: 2000 mm
Vatnsheldni undir: 10.000 mm
Bót fyrir smáviðgerðir fylgir