Skráðu þig á póstlistann og fáðu 10% afsláttarkóða sem þú getur notað strax! Við sendum þér svo pökkunarlistann okkar svo þú gleymir engu fyrir næstu útilegu!
Iceshield 55 tjalddýnan er sérlega létt og þægileg og býður samt sem áður upp á frábæra einangrun með R-Value 4.2, sem hentar allt niður í -12°C kulda. Útskornu loftrýmin auka þykkt á köntum dýnunnar um 2 cm fyrir aukin þægindi, án þess að bæta við óþarfa þyngd. Hönnunin tryggir að engir kaldir blettir myndist, sem eykur svefngæði.
Dýnan er með Robens Peak Valve einstreymisventli sem tryggir hraðan uppblástur og tæmingu, og TPU húðin gerir hana slitsterka. Pakkast vel saman í poka sem fylgir með.
Tæknileg atriði:
Efni: 20D 390T nylon ripstop
Stærð: 180 x 53 x 5.5 cm (LxWxH)
Ventill: Peak Valve
R-Value: 4.2 (-12°C)
Litur: Ocean Blue
Pökkuð stærð: 26 x 14 cm
Þyngd: 775 g