Síðan
1862
Mammut á sér yfir 160 ára sögu og hófst hún í litlum bæ, Dintikon, í norður Sviss. Þar byrjaði Kasper Tanner að framleiða reipi sem ætluð voru landbúnaði.
Árið 1952 skipti félagið um nafn og varð að Mammut.
Stuttu seinna kemur fyrsta jöklareipið og félagið er farið að framleiða reipi fyrir fjallamennsku og siglingar.
Mammut hefur þróað snjóflóðabúnað fyrir Svissneska herinn og varð eitt af þeim fyrstu til að nota GORE-TEX í búnaði og fatnaði.

