Skráðu þig á póstlistann og fáðu 10% afsláttarkóða sem þú getur notað strax! Við sendum þér svo pökkunarlistann okkar svo þú gleymir engu fyrir næstu útilegu!
Outwell Cloud 4 er rúmgott fjögurra manna kúlutjald sem hentar sérstaklega vel fyrir fjölskyldur. Auðvelt er að tjalda því og pakka saman. Tjaldið er með djúpu fortjaldi og breiðum inngangi sem veitir gott skjól og geymslupláss fyrir farangur og annan búnað.
Svefnherbergið er úr pólýester og botninn er úr vatnsheldu, húðuðu pólýetýleni (double coated polyethylene) sem heldur rakanum úti. Fortjaldið er með botni sem er vatnsheldur og saumaður við svefnherbergið, hægt er að setja hann undir tjaldið þegar þess er óskað.
Aftari opnun eykur loftflæði og hentar sérstaklega vel á hlýjum dögum. Cloud 4 pakkast vel og hentar jafnvel sem auka svefnpláss við stærra fjölskyldutjald þegar fleiri vilja ferðast saman.
Fjöldi: 4 manna
Svefnherbergi: 1
Efni: Outtex® 3000 Select polyester (PFC-frítt, UV-vörn UPF 30+)
Vatnsheldni: 3000 mm (límdir saumar)
Stangir: Duratec trefjaplast (8.5 & 9.5 mm)
Botn: Vatnsheldur double coated polyethylene
Pökkunarstærð: L61.0 x B20.0 x D20.0 cm
Þyngd: 6.2 kg
Uppsetningartími: u.þ.b. 13 mínútur
Litur: Grænn