Skráðu þig á póstlistann og fáðu 10% afsláttarkóða sem þú getur notað strax! Við sendum þér svo pökkunarlistann okkar svo þú gleymir engu fyrir næstu útilegu!
Outwell Cloud 3 kúlutjaldið er þriggja manna tjald sem hentar einstaklega vel fyrir þau sem vilja ferðast létt eða hafa takmarkað pláss. Tjaldið er með rúmgóðu fortjaldi sem veitir skjól fyrir búnað og gott aðgengi í gegnum breiðan inngang.
Svefnherbergið er úr pólýester sem andar vel og veitir þannig aukin þægindi í svefni. Botninn er húðaður með tvöföldu polyethylene fyrir aukna vatnsheldni og heldur óhreinindum úti. Fortjaldið er með föstum botni sem festur er við svefnherbergið.
Þar að auki hefur tjaldið tvo innganga sem auðvelda aðgengi og auka loftræsti eiginleika þess.
Fjöldi: 3 manna
Svefnherbergi: 1
Efni: Outtex® 3000 Select polyester (PFC-frítt, eldtefjandi, UV-vörn UPF 30+)
Vatnsheldni: 3000 mm (límdir saumar)
Stangir: Duratec trefjaplast (7.9 & 8.5 mm)
Pökkunarstærð: L56.0 × B18.0 x D18.0 cm
Þyngd: 5.0 kg
Uppsetningartími: u.þ.b. 11 mínútur
Litur: Grænn