1974
Marmot var stofnað í Colorado í Bandaríkjunum af Dave Huntley og Eric Reynolds. Þeir byrjuðu að sauma dún svefnpoka, úlpur og vesti og voru fyrstir til að nota GORE-TEX í sínum fatnaði og búnaði.
Gore-tex
Marmot hefur notað GORE-TEX síðan 1976 og voru fyrstir til að nota það í útivistarfatnaði og búnaði.
Dave og Eric prófuðu efnið í þaula sjálfir áður en þeir samþykktu að nota það. Meðal annars sváfu þeir í frumútgáfum af svefnpokum inni í kjötkæli til þess að vera vissir um að allt virkaði sem skyldi.
Traust
Síðan 1974 hefur Marmot snúist um að gera búnað sem virkar. Vörur frá Marmot hafa verið prófaðar upp á alla helstu 8.000m tinda og staðist þær áskoranir.



