Maryland 5 uppblásna tjaldið frá Outwell er 5 manna fjölskyldutjald sem er nýtt árið 2025. Fljótlegt og einfalt að tjalda - tekur um 20 mínútur. Það sem stendur upp úr er vatnsheldnin sem er 6000mm og ONS ljósakerfið sem er innbyggt(fjarstýring og batterí seld sér). Dark Inner myrkvuðu svefnherbergin minnka morgun birtuna og hjálpa til við betri svefn í útilegunni. Svefnherbergin eru 230 cm djúp og eru með Comfort Rating 4 sem þýðir að veglegt pláss er fyrir fjóra fullorðna í svefnherberginu. Einnig er svefnherbergið með Quick and Quiet entry hurðum með seglum sem heyrist lítið í þegar opnað og lokað er. Tjaldið þolir vel íslenskt veðurfar með mikilli vatnsheldni og vindheldni sem hefur verið prófuð upp í 88 km/klst vindhraða.
Tæknileg atriði:
Efni: Outtex® 6000 Express RS polyester
Fjöldi: 5 manna
Súlur: Uppblásnar loftsúlur með Rigid Air System
Þyngd: 31.3 kg
Lengd: 510.0 cm
Hæð: 220.0–230.0 cm
Breidd: 440.0 cm
Pökkunarstærð: L103.0 x H51.0 x B42.0 cm
Vatnsheldni: 6000 mm
UV-vörn: UPF 30+