Skráðu þig á póstlistann og fáðu 10% afsláttarkóða sem þú getur notað strax! Við sendum þér svo pökkunarlistann okkar svo þú gleymir engu fyrir næstu útilegu!
Expedition bolurinn frá Devold er þykkur tveggja laga merínóullarbolur. Ytra lagið er úr 90% merínóull og 10% pólíamíð blöndu sem bætir öndun og innra lagið er 100% merínóull. Expedition bolurinn er tilbúinn í mikinn kulda og tilvalinn hreyfingu eins og skíði, hlaup eða göngur. Bolurinn er einstaklega einangrandi, mjúkur, teygjanlegur, kláðafrír og andar vel. Hægt er að nota bolinn margoft áður en það þarf að þvo hann.
Þykkastur og hlýjastur - tveggja laga
100% Merínóull - Mulesing free
Andar vel - heldur hita og kælir
Lyktarlaust - safnar ekki í sig bakteríum
Kláðalaus
Hentar vel í:
Skíði
Göngur
Hlaup
Daglega notkun á veturna
Tæknileg atriði:
Efni: 90% Merínóull / 10% pólíamíð Innra lag: 100% Merínóull
Efnis þyngd: 235 g/m2
Þykkt ullartrefja: Ytra lag: 20,5 míkron. Innra lag: 18,7 míkron.