1853
Devold hefur klætt sjómenn, pólfara og íþróttafólk í yfir 170 ár. Árið 1853 kom Ole Andreas Devold til Noregs úr námi og hóf framleiðslu á ullarfatnaði sem átti að klæða Norska sjómenn sem reru á Atlantshafinu í krefjandi veðri. Devold vann sér hratt inn gott orðspor fyrir vandaða framleiðslu og allar götur síðan haldið vel utan um það.


Merinóullin
Devold notar sérvalda merinóull sem kemur beint frá ullarbændum í Nýja-Sjálandi og Úrúgvæ. Aðra ull fá þeir frá Noregi og Falklands eyjum.
Eiginleikar merinóullar eru einstakir að því leyti að hún temprar vel, heldur hita þegar kalt er og kælir þegar hlýtt er. Einnig er hún mjúk, kláðalaus og safnar ekki í sig bakteríum sem valda lykt og óhreinindum.
Dýravelferð
Dýravelferð er krafa frá Devold til ullarbænda og nota þeir einungis "Mulesing free" ull.
Mulesing er aðgerð þar sem skinn í kringum afturenda kindar er skorið burt til að koma í veg fyrir sýkingar af völdum flugna. Aðgerðin veldur dýrinu mikilli þjáningu. Þess vegna notar Devold EKKI ull frá bændum sem framkvæma þessa aðgerð.


Framleiðslan
Alla tíð hefur Devold átt og rekið sínar verksmiðjur. Þetta tryggir gott gæðaeftirlit og góða aðstöðu starfsfólks.
Framleiðslan hefur verið Svansvottuð og hefur Devold staðist strangar kröfur um gæði, dýravelferð og sjálfbærni til þess að hljóta vottunina.